Æskulýðsfélagið Sela fyrir 8. – 10. bekk

Fimmtudaga kl. 20:00

Í Seljakirkju starfar æskulýðsfélagið Sela fyrir unglinga í 8. – 10. bekk. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og miðar að þörfum unglinga. Á fundunum er fjölbreytt dagsrká sem miðar að því efla félagsandann og styrkja trú þátttakenda en á hverjum fundi er stund í kirkjunni, þar sem bænir eru beðnar og/eða hugleiðing flutt. Þá er samstarf haft við önnur æskulýðsfélög á höfuðborgarsvæðinu.

Að sjálfsögðu eru engin þátttökugjöld, en upp kunna að koma sérstakir viðburðir þar sem þátttakendur þurfa að greiða hluta kostnaðar.

Umsjón með starfinu hafa Steinunn Anna, æskulýðsfulltrúi, Hákon Darri og Petrína Inga.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn steinunn@seljakirkja.is