Helgihald 21. apríl

Næsta sunnudag verður helgihald með hefðbundnu sniði í Seljakirkju: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Siggi Már og Anna Elísa leiða stundina og Tommi spilar á píanóið! Góð stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 13. Sr. Sigurður Már Hannesson prédikar. Félagar úr Kór Seljakirkju syngja undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, organista. Verið hjartanlega velkomin til Seljakirkju!

2024-04-17T10:02:36+00:0015. apríl 2024|

Aðalsafnaðarfundur Seljasóknar – 28. apríl

Aðalsafnaðarfundur Seljasóknar fer fram að lokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 13 sunnudaginn 28. apríl nk. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kosningar til trúnaðarstarfa Önnur mál Íbúar í Seljasókn sem náð hafa 16 ára aldir og skráður eru í Þjóðkirkjuna hafa atkvæðisrétt á fundinum.

2024-04-18T09:41:06+00:0014. apríl 2024|

Uppstigningardagur, dagur eldri borgara – 9. maí

Uppstigningardagur hefur verið helgaður eldri borgurum í kirkjum landsins og þeim sérstaklega boðið til kirkju. Söfnuðirnir í Breiðholti standa sameiginlega að guðsþjónustu sem hefst kl. 13 í Seljakirkju. Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á veglegt kaffihlaðborð í boði Kvenfélags Seljasóknar og Soroptomistaklúbbs Bakka og Selja.

2024-04-18T09:53:56+00:0014. apríl 2024|

Sumarnámskeið í Seljakirkju 2024

Líkt og undanfarin ár, býður Seljakirkja kátum krökkum að koma á sumarnámskeið hjá okkur í júní og ágúst! Námskeiðin eru fyrir krakka í 1.-4. bekk og í boði eru eftirfarandi þrjár vikur: námskeið 10.-14. júní námskeið 18.-21. júní (ath. 4 dagar) námskeið 12.-16. ágúst Nánari upplýsingar um sumarnámskeiðin má finna hér.

2024-04-09T16:16:17+00:009. apríl 2024|
Go to Top