Næsta sunnudag, 17. október verður mikið um að vera í Seljakirkju:

Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Óli og Bára leiða stundina og Tómas Guðni spilar á píanóið.
Það verður söngur, saga, líf og fjör – og væntanlega lítur Rebbi við!
Góð stund fyrir alla fjölskylduna.

Guðsþjónusta kl. 13 – Kirkjudagur Rangæinga.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar og þjónar fyrir altari.
Karólína Rut Lárusdóttir sópran syngur einsöng. En hún á ættir sína að rekja í Rangárvallasýslu. Hún er dóttir Ágústu Katrínar Guðmundsdóttur, foreldrar hennar eru Guðmundur Anton Bergþór Guðmundsson o Jóna Kortsdóttir, sem bjuggu á Torfastöðum og ráku þar steypustöð
Jóna er dóttir Ingibjargar og Korts Eyvindssonar Kort var fæddur á Seljalandi, en alinn upp á Austur-Sámstöðum.
Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng og organisti er Tómas Guðni Eggertsson.
Rangæingafélagið býður upp á kaffi í safnaðarsalnum að guðsþjónustunni lokinni.