Kæru foreldrar barna f. 2008.
Nú er hafin skráning í fermingarfræðslu næsta vetrar í Seljakirkju. Skráning fermingarbarna fer fram á vefnum seljakirkja.is/ferming. Þar er jafnframt í boði að velja fermingardag og ábyrgjumst við að fermingarbörnin fái umbeðinn dag.

Fermingarfræðslan hefst með fræðslusamverum í ágúst sem er nýbreytni hjá okkur. Dagana 17., 18. og 19. ágúst verður fermingarfræðsla frá kl. 9-12 þar sem við leggju áherslu á uppbyggilega fræðslu og samhristing fyrir veturinn. Við biðjum fermingarbörnin að taka strax frá þessa morgna. Fermingarfræðslan mun síðan fara fram í vikulegum kennslustundum í safnaðarheimili kirkjunnar jafnframt sem vænst er þátttöku í helgihaldi safnaðarins. Við leggjum mikla áherslu á að hafa kennslustundirnar jákvæðar og fjölbreytilegar svo þær geti orðið vettvangur fyrir skemmtilegar og góðar umræður.
Auk þess verður farið í einnar nætur ferð í Vatnaskóg um miðja október, þar sem verður fræðsla, leikir og fjör. Ferðin verður betur kynnt þegar nær dregur.
Við munum senda út tölvupóst í byrjun ágúst þar sem við minnum á fræðslusamverurnar í mánuðinum og einnig munu þar koma fram ýmsar upplýsingar til foreldra skráðra fermingarbarna.