Næsti sunnudagur, hvítasunnudagur, verður sérstaklega hátíðlegur í Seljakirkju. Helgihaldið verður með eftirfarandi sniði:

Fermingarguðsþjónusta kl. 11.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórssonar predikar.
Kór Seljakirkju syngur og organisti er Tómas Guðni Eggertsson

Almenn guðsþjónusta kl. 13.
Við guðsþjónustuna verða vígð nýr hökull og  stólur sem Margrét Björk Andrésdóttir gaf Seljakirkju til minningar um eiginmann sinn Aðalstein Viðar Júlíusson. Aðalsteinn vann fórnfúst starf í þágu kirkju og kristni á Íslandi í mörg ár og átti sæti í sóknarnefnd Seljasóknar frá 2015 til dauðadags. En Aðalsteinn lést þann 3. mars árið 2020. Blessuð sé minning hans.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson þjónar við guðsþjónustuna, félagar úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng og Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgelið.

Komum til kirkjunnar á helgri hátíð!