Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson

sóknarprestur

Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson er fæddur í Vestmannaeyjum 15. júní 1981.

Faðir: Borgþór Yngvason húsasmíðameistari, f. 3. mars 1955 í Reykjavík. For.: Yngvi Zophoníasson, húsgagnasmiður f. 2. ágúst 1924 d. 31. október 2009 og Ólína Jóhanna Valdimarsdóttir, f. 14. febrúar 1930. d. 9. janúar 2014.

Móðir: Svanhildur Sigurðardóttir, þjónustufulltrúi, f. 2. desember 1957 í Reykjavík. For.: Sigurður Ófeigsson, verkamaður, f. 13. október 1919, d. 3. desember 1991 og Aðalheiður Þóroddsdóttir f. 13. maí 1922, d. 20. desember 2002.

Nám: Stúdent frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum 3. febrúar 2001. Cand. theol. frá Háskóla Íslands 24. júní 2006.

Störf: Umsjónarmaður farskóla leiðtogaefna 2003 – 2009. Æskulýðsfulltrúi í Seljakirkju 2005 – 2007. Sumarbúðastjóri í sumarbúðum Þjóðkirkjunnar við Eiðavatn 2006 – 2010. Vígður prestur með áherslu á barna- og æskulýðsstarf í Seljaprestakalli 25. febrúar 2007. Skipaður prestur við sama prestakall frá 1. apríl 2009. Kjörinn sóknarprestur í almennri prestkosingu í prestakallinu 16. ágúst 2014.

Félags- og trúnaðarstörf: Í stjórn æskulýðsnefndar Kjalarnessprófastsdæmi 2000 – 2003. Í stjórn Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum frá 2003 – 2008. Þar af formaður 2005 – 2008.

Maki og börn: Ólafur Jóhann er kvæntur Guðbjörgu Sigríði Hauksdóttur f. 8. 12. 1980. Börn þeirra eru Arnór Orri f. 2004, Sigtryggur Örn f. 2010 og Ingibjörg Svana f. 2014.