Æskulýðsfélagið Sela fyrir 8. – 10. bekk

Fimmtudaga kl. 20:00

Í Seljakirkju starfar æskulýðsfélagið Sela fyrir unglinga í 8. – 10. bekk. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og miðar að þörfum unglinga. Á fundunum er fjölbreytt dagsrká sem miðar að því efla félagsandann og styrkja trú þátttakenda en á hverjum fundi er stund í kirkjunni, þar sem bænir eru beðnar og/eða hugleiðing flutt.  Samstarf er haft við önnur æskulýðsfélagið og Sela tekur virkan þátt í starfsemi ÆSKR.

Að sjálfsögðu eru engin þátttökugjöld, en upp kunna að koma sérstakir viðburðir þar sem þátttakendur þurfa að greiða einhvern kostnað.

Leiðtogar eru: Steinunn Anna, æskulýðsfulltrúi, Eygló Anna Ottesen Guðlaugsdóttir, Hákon Darri Egilsson og Sunna Björg Gunnarsdóttir

Dagskrá vor 2019

10.1 – Vasaljósaleikurinn 8undabekkjarkvöld
17.1 – Pizzapartý
24.1 – StórSkæriStórtBlaðStórSteinn
31.1 – Ógeðisfundur
7.2 – Hæfileikakeppni undirb. fyrir Vatnaskóg
14.2 – Ástarfundur <3
15.-17.2 – Febrúarmót í Vatnaskógi
21.2 – Spilafundur
28.2 – Undirb. fyrir Æskulýðsdaginn
7.3 – BollaBollaBolla
14.3 – LaserTag
21.3 – Blöðrubrjálæði
28.3 – Rafmagnslaust kvöld
11.4 – Páskabingó
18.4 – Páskafrí
25.4 – Minute To Win It
2.5 – Leikjafundur
9.5 – Brjóstsykursgerð
16.5 – MakeOverNight
23.5 – BíóFerð
30.5 – SumarGrill og útileikir