Fermingarfræðsla 2019-2020

Fermingarfræðsla fer fram í Seljakirkju:

  • Þriðjudaga kl. 14:30
  • Þriðjudaga kl. 15:10
  • Miðvukudaga kl. 15:10

Nú er hafin skráning í fermingarfræðslu næsta vetrar í Seljakirkju.  Skráning hér að neðan eða á www.http://seljakirkja.is/vefur/index.php/ferming. Þar er jafnframt í boði að velja fermingardag og ábyrgjumst við að fermingarbörnin fái umbeðinn dag. Fermingarfræðslan mun fara fram í vikulegum kennslustundum í safnaðarheimili kirkjunnar jafnframt sem vænst er þátttöku í helgihaldi safnaðarins. Við leggjum mikla áherslu á að  hafa kennslustundirnar jákvæðar og uppbyggilegar svo þær geti orðið vettvangur fyrir skemmtilegar og góðar umræður.

Ef það eru einhverjar spurningar, biðjum við ykkur um að hafa samband í síma kirkjunnar 567 0110 eða með tölvupósti til prestanna.

Ritningarvers
Skráning í fermingu

Fermingardagar 2020

Vorið 2020 verður fermt á eftirtöldum dögum:

  • Sunnudagur, 29. mars kl. 10.30 og kl. 13
  • Pálmasunnudagur 5. apríl  kl. 10.30 og 13.
  • Skírdagur  9. apríl kl. 10.30 og 13

Fermingarfræðslan hefst í byrjun september haustið 2019.

Á vormánuðum 2019 fá forráðamenn allra barna  í söfnuðinum fædd 2006 og skráð eru í Þjóðkirkjuna  bréf með nánari upplýsingum.

Fermingardagar 2021

Fermingardagar 2021 eru væntanlegir á haustmánuðum 2020