Bryndís Malla Elídóttir

About Bryndís Malla Elídóttir

Prestur

Hér og nú í trú

Slökun og bæn á miðvikudögum kl. 17:15-17:45. Sr. Bryndís Malla leiðir stundina og kennir slökunaræfingar og bænaiðkun á kristnum grunni sem eflir núvitund og getur unnið gegn streitu og álagstengdum kvíða. Stundirnar eru öllum opnar og þátttakendum að kostnaðarlausu.

2019-10-15T10:35:08+00:0015. október 2019|

Sunnudagurinn 20. október

Sunnudagaskóli kl. 11. Yngri barnakór Seljakirkju syngur nokkur lög, stjórnandi er Rósalind Gísladóttir.  Fjársjóðskistan verður á sínum stað og allir fá nýjan límmiða.   Guðsþjónusta kl. 14, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar, Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, messukaffi í lokin. Verið hjartanlega velkomin!

2019-10-14T10:28:58+00:0014. október 2019|