Bryndís Malla Elídóttir

About Bryndís Malla Elídóttir

Prestur

Sunnudagur til sælu

24. mars 3. sunnudagur í föstu Sunnudagaskóli kl. 11, Biblíusaga og brúðuleikrit, söngur og gleði. Ávaxtahressing í lokin og mynd til að lita. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Kór Seljakirkju leiðir almennan safnaðarsöng, molasopi að messu lokinni.

2019-03-19T10:31:29+00:0019. mars 2019|

Sunnudagurinn 10. mars

Sunnudagaskóli kl. 11 með söng og gleði. Brúðuleikritið verður á sínum stað og allir fá nýjan límmiða í Jesúbókina, ávaxtahressing í lokin. Guðsþjónusta kl. 14. Þorgils Hlynur Þorbergsson guðfræðingur prédikar og sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju syngur og Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgelið, messukaffi í lokin.

2019-03-04T09:39:58+00:004. mars 2019|

Hér og nú í trú

Slökun og bæn á miðvikudögum kl. 17:15-17:45. Bryndís Malla Elídóttir leiðir stundirnar og kennir slökunaræfingar og bænaiðkun á kristnum grunni sem eflir núvitund og getur unnið gegn streitu og álagstengdum kvíða. Stundirnar eru öllum opnar og þátttakendum að kostnaðarlaustu. Boðið er upp á barnagæslu með ávaxtahressingu á meðan.

2019-03-05T08:19:39+00:003. mars 2019|

Konudagurinn 24. febrúar

Sunnudagaskóli kl. 11, gæðastund fjölskyldunnar með söng og gleði, brúðuleikhúsi og Biblíusögu, nýr límmiði og ávaxtahressing í lokin. Messa kl. 14 með altarisgöngu, sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgelið og Kór Seljakirkju syngur, konudagskaffi í lokin. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15:30.

2019-02-25T18:16:35+00:0017. febrúar 2019|