Bænastundirnar á fimmtudögum kl. 12 hefjast að nýju 28. janúar. Það er dýmætt að geta komið saman í kirkjunni, fundið blessun bænarinnar og þess dýrmæta samfélag sem þar er að finna. Fylgt verður öllum sóttvarnarreglum og einungis 20 mega vera í sama rými. Kirkjan er rúmgóð og auðvelt er að halda tveggja metra regluna en annars verður að nota grímu. Boðið verður upp á léttan hádegisverð í safnaðarsalnum þar sem einnig verður gætt vel að öllum sóttvarnarreglum og tilmælum. Fyrir þau sem ekki eiga heimangengt má hringja inn fyrirbænarefni í síma 567 0110.