Við erum öll almannavarnir og hugum vel hvert að öðru. Allt helgihald fellur niður í Seljakirkju í  samkomubanninu. Sunnudagskólinn, guðsþjónusturnar og bænastundirnar á fimmtudögum falla því niður, auk þess sem ekki verða kóræfingar eða aðrar samverur. Prestar kirkjunnar sinna sálgæslu og öðrum athöfnum kirkjunnar í samræmi við sóttvarnarreglur.

Skertur opnunartími er nú í Seljakirkju en hægt er að ná í starfsfólk kirkjunnar í eftirtöldum númerum:
Sr. Bryndís Malla Elídóttir s: 8922901
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson s: 8669955
Steinunn Anna Baldvinsdóttir kirkjuvörður s: 6622050
Tómas Guðni Eggertsson organisti s: 8661823