Líkt og undanfarin ár munum við í Seljakirkju bjóða uppá vikulöng sumarnámskeið fyrir 1.-4. bekk

Á námskeiðunum er margt brallað og reynum við alltaf að skipuleggja dagsrkánna með börnunum og leyfa þeim og þeirra áhuamálum þannig að njóta sín sem mest

Annars byggist starfið á orði drottins og eru helgistundir á hverjum morgni þar sem sagðar eru sögur, sungið og farið með bænir.

Við búum svo vel hér í Seljahverfi að hafa frábært útivistarsvæði við kirkjunna, við nýtum okkur andapollinn og dalin fyrir ýmiskonar leiki og útiveru.

Nánari upplýsingar og skráning hér: Sumarnámskeið Seljakirkju

Hlökkum til að eiga frábært sumar með ykkur