Sunnudagaskóli kl. 11, Barnakór Seljakirkju syngur Disney lög, allir mega mæta í búning eða með kórónu, töfrasprota eða Mikka mús eyru. Disney myndir til að lita og hressing í lokin.  Kvöldguðsþjónusta kl. 20, sr. Bryndís Malla Elídóttir flytur ævintýralega hugleiðingu, Æskulýðsfélagið Sela leiðir bænagjörðina. Kristín Birna, Steinar Matthías og Helgi Hannesar flytja vinsæl lög úr Disney kvikmyndum. Kvöldhressing í lokin, verið hjartanlega velkomin.