Hinar vikulegu bænastundir hefja göngu sína á nýju ári n.k. fimmtudag 9. janúar. Hefjast stundirnar kl. 12, þar sem lesið er úr Guðs orði og þau hugleitt, beðið fyrir fyrirbænaefnum sem borist hafa auk þess sem sungið er úr sálmabókinni. Að athöfn lokinni er gengið í safnaðarsalinn, þar sem boðið er upp á súpu og brauð og gott samfélag. Verið hjartanlega velkomin!