Það er ótrúlega líflegt og skemmtilegt að syngja með barna- og unglingakór Seljakirkju undir stjórn Rósalindar Gísladóttur. Nú er skráning hafin fyrir nýja kórmeðlimi.
Skráning fer fram í gegnum tölvupóst: barnakor@seljakirkja.is
Taka þarf fram nafn og aldur barns, nafn forráðamanns og símanúmer við skráningu.

Æft verður á eftirfarandi tímum:
Mánudaga kl. 14:00-14:40 1.-2.bekkur
Mánudaga kl. 15:00-16:00 3.-4.bekkur
Miðvikudaga kl. 14:00-15:00 5.-10.bekkur

Allir, jafnt strákar sem stelpur eru velkomin til að taka þátt í starfi kórsins!