Nú er allt samfélagið að komast í fastar skorður eftir sumarfrí og þannig er það líka í Seljakirkju. Frá og með næstu helgi fara fastir liðir safnaðarstarfsins í sínar skorður og þá verður fyrsta barnaguðsþjónustan. Helgihald dagsins verður með eftirfarandi sniði:

Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Fyrsta barnaguðsþjónusta vetrarins. Óli Jói og Jóhanna Elísa sjá um samveruna. Góð stund fyrir alla fjölskylduna.

Guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar, félagar úr Kór Seljakirkju leiða söng við undirleik organistans Tómasar Guðna Eggertssonar.
Barn verður borið til skírnar í athöfninni.