Uppstigningardagur hefur verið helgaður eldri borgurum í kirkjum landsins og þeim sérstaklega boðið til kirkju á þeim degi. Háttíðarguðsþjónusta verður í Seljakirkju kl. 14 þar sem sr. Svavar Stefánsson predikar og sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng, Kór Seljakirkju leiðir almennan safnaðarsöng og organisti verður Tómas Guðni Eggertsson. Að guðsþjónustu býður kvenfélag Seljasóknar upp á veglegt kaffihlaðborð. Boðið verður upp á akstur til og frá kirkju og panta má bílfar í síma 567 0110.