Næstkomandi sunnudag, 5. maí verður guðsþjónusta í Seljakirkju kl. 11.
Sr. Bryndís Malla Elídóttir predikar og félagar úr Kór Seljakirkju leiða söng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson.

Að lokinni guðsþjónustu fer fram aðalfundur sóknarinnar í safnaðarsal kirkjunnar þar sem fram fara venjuleg aðalfundarstörf og kosið til trúnaðarstarfa.