Næstkomandi sunnudag verður helgihald með fjölbreyttum hætti í Seljasókn:
Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Óli og Bára leiða samveruna og barnakórinn syngur undir stjórn Rósalindar Gísladóttur.
Þar sem þetta er síðasta barnaguðsþjónusta vetrarins – verður  pylsupartý í safnaðarheimilinu að lokinni athöfn.

Messa kl. 14.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar.
Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng, organisti Tómas Guðni Eggertsson
Altarisganga.

Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15.30.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar og Tómas Guðni leikur á píanóið.