Næsti sunnudagur, 3. mars er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Þá mun unga fólkið taka völdin í kirkjunni með ýmsum hætti:

Barnaguðsþjónusta kl. 11
Óli og Bára leiða stundina og yngri barnakórar kirkjunnar syngja undir stjórn Rósalindar Gísladóttur.

Æskulýðsguðsþjónusta kl. 20.
Unglingakór Seljakirkju kemur fram undir stjórn Rósalindar Gísladóttur. Páll Óskar syngur og Ásgeir Ásgeirsson leikur undir á gítar. Góð stund á léttum nótum. Allir velkomnir!