Næsta menningarvaka eldri borgara verður þriðjudaginn 26. febrúar n.k. kl. 18.
Þá mun Kristján Gíslason, sem er sá fyrsti til að fara einn í kringum hnöttinn á mótorhjóli, segja okkur sögu sína og sýnda myndir frá ferðalaginu.Eldri Fóstbræður munu flytja tónlistina og syngja undir stjórn Árna Harðarsonar og við undirleik Tómasar Guðna Eggertssonar. Að dagskrá lokinni verður gengið í safnaðarsalinn, þar sem neytt verður máltíðar að hætti Lárusar Loftssonar, matreiðslumeistara.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 567 0110.